Nýdönsk, Páll Óskar og Júníus Meyvant spila á Þjóðhátíð 2015

 
 

 

Nýdönsk

Nýdönsk mun spila á Þjóðhátíð 2015. Nýdönsk þarf vart að kynna en hljómsveitin hefur frá stofnun verið afar vinsæl og hefur áður spilað á Þjóðhátíðinni.

Björn Jörundur einn meðlimur hljómsveitarinnar átti Þjóðhátíðarlagið 2013 sem heitir Iður. Meðlimir hljómsveitarinnar eru Björn Jörundur Friðbjörnsson, Daníel Ágúst Haraldsson, Ólafur Hólm Einarsson, Jón Ólafsson og Stefán Hjörleifsson.

Hljómsveitin gaf út í fyrra sína níundu breiðskífu, Diskó Berlín en breiðskífan varð afar vinsæl og inniheldur hún meðal annars lagið Nýr Maður sem var tilnefnt til íslensku tónlistarverðlaunana árið 2014 sem lag ársins.

Júníus Meyvant

Júníus Meyvant mun spila á Þjóðhátíð 2015 í fyrsta skipti. Júníus Meyvant er listamannanafn Vestmannaeyingsins Unnars Gísla Sigmundssonar en hann gerði allt vitlaust á síðasta árinu með laginu Color Decay sem var valið lag ársins á íslensku tónlistarverðlaununum.

Tónlist Júníusar er fullveðja og tilfinningaríkt þjóðlagapopp sem er í senn tímalaust og kunnuglegt og verður því vel hægt að dylla sér í brekkunni þegar Júníus mun stíga á svið.

Páll Óskar

Páll Óskar mun spila á Þjóðhátíð 2015 en Pál Óskar þekkir hver einasta manneskja á Íslandi. Páll Óskar er ein skærasta poppstjarna Íslands og eftir hann liggja fjölmargar upptökur á hljómplötum, sólóplötur og samstarfsverkefni með öðrum tónlistarmönnum.

 

Hvort sem það eru tónleikar eða böll þá er alltaf stuð og stemming og á því verður engin breyting þegar hann mun stíga á svið í Herjólfsdal á ÞJóðhátíð.

 
Deila á facebook