Forsalan hefst 9. apríl kl. 9:00

Forsalan fer fram inn á heimsíðun Þjóðhátíðar dalurinn.is en eins og undanfarin ár verður hægt að kaupa stakan miða í dalinn eða miða og bátsferð. Eins og í fyrra þá mun dalurinn.is selja miða í Herjólf og Víking.  Hægt verður að kaupa laugardagspassa og sunnudagspassa í dalinn en þessir passar gilda  frá kl. 10:00 að morgni og fram til 10:00 næsta dag. Laugardagspassinn fer ekki í sölu strax.
Eins og fram hefur komið þá er smá breyting á miðaverðinu hjá okkur en hægt er að nálgast verðskránna og allar frekari upplýsingar hér. Í ár ætlum við að bjóða upp á nýjan pakka sem heitir HÁTÍÐARPASSI og er hægt að skoða hvað er innifalið í honum hér.
 
 
Deila á facebook