Enn bætist í flóru listamanna sem koma fram á Þjóðhátíð

En bætist við þá flóru listamanna sem fram koma á Þjóðhátíð í ár. "Nú er búið að staðfesta Jón Jónsson og á sunnudagskvöldinu stígur hljómsveitin Buff á svið ásamt fjórum mögnuðum söngvurum, Eyþóri Inga, Pál Óskari, Sverri Bergmann og Ágústu Evu." segir í tilkynningu frá þjóðhátíðarnefnd.

 

Auk þeirra koma fram á Þjóðhátíð Bubbi & Dimma, FM Belfast, AmabAdamA, Páll Óskar, Ný Dönsk, Sálin hans Jóns míns, Júníus Meyvant, Land & Synir, Sóldögg, Maus og FM95Blö - Ingó sér svo að sjálfsögðu um Brekkusönginn ásamt því að koma fram á balli á stóra sviðinu með Veðurguðunum.

 

Miðasala í fullum gangi á dalurinn.is

 

 
 
 
Deila á facebook