DJ Bloody á Þjóðhátíð 2015

 Plötusnúðurinn Dj-Bloody mun koma fram í Tuborg-tjaldinu á Þjóðhátíð 2015. DJ-Bloody hefur verið að geta af sér gott orð í heimi danstónlistarinnar og er það okkur því sönn ánægja að tilkynna hann til leiks í Tuborg-tjaldinu í ár.

DJ-Bloody hefur verið að koma fram á skemmtunum bæði hér heima og uppi á landi, til þess að tryggja okkur þjónustu hans á Þjóðhátíð í ár skrifuðum við undir samning þess efnis í dag.

Dj-Bloody tróð upp eitt kvöld hjá okkur í fyrra við góðar undirtektir og við væntum mikils af honum í ár og höfum ráðið hann til að koma fram á öllum þrem kvöldunum.

Hér til hliðar má sjá mynd þar sem að samningur milli þjóðhátíðarnefndar og DJ-Bloody var undirritaður.

 

Tekið af eyjar.net

 

 
 
Deila á facebook