Haltu fast í höndina á mér
Lag: Guðmundur Jónsson Texti: Stefán Hilmarsson
Úr Ægi köldum
eyland í suðri rís og góður er byr.
Á ölduföldum
í ágústbyrjun þangað siglum sem fyrr.
Þar söngvar óma
í sæludalnum og í sálinni á mér.
Og augu ljóma
því æði margir finna ástina hér.
Má ég kíkja í tjaldið hjá þér?
Við elskum lífið þessar ljúfu nætur
þá logar lýsa upp ævintýraheim.
Hér rætast draumar ef að líkum lætur.
||: Haltu fast í höndina á mér. :||
Svo kemur dagur
og kannski sólin okkur kyssi um stund.
Hve hann er fagur
hamarinn hái sem við liggjum hér und.
En tíminn flýgur,
sjá fyrr en varir fölna urtir og láð.
Sumarið líður svo fljótt,
—en varla mér úr minni í bráð.
Tökum síðar upp þennan þráð.
Við elskum lífið þessar ljúfu nætur
þá logar lýsa upp ævintýraheim.
Hér rætast draumar ef að líkum lætur.
||: Haltu fast í höndina á mér :|| — þessa nótt...