Þjóðhátíðarlag Vestmannaeyja 2016 kemur út í dag. Lagið hefur verið í smíðum síðan í desember á síðasta ári og liggja því um 7 mánuðir í verkinu.
Lagið heitir „Ástin á sér stað“ og er samið af Halldóri Gunnari Pálssyni. Söngvarar eru þeir Friðrik Dór Jónsson og Sverrir Bergmann Magnússon og textasmíð var í höndum Magnúsar Þór S Sigmundssonar. Hljómsveitin Albatross sér um hljóðfæraleik í laginu. Er hér um að ræða annað þjóðhátíðarlag þeirra Halldórs og Magnúsar, en þeir sömdu einnig saman lagið „Þar sem hjartað slær“, þjóðhátíðarlag Vestmannaeyja árið 2012. Lagið og textinn er innblásið af 40 ára ástarsögu úr Eyjum og af öllum þeim sem orðið hafa ástfangnir á þjóðhátíð, hvort sem það er af lífinu, fólkinu eða stemmningunni. Ástin á sér stað í Herjólfsdal. Myndband við lagið verður gefið út samhliða og er það leikstýrt af Davíð Arnari Oddgeirssyni hjá Mint Production.
Hér að neðan er hlekkur á youtube þar sem lagið er að finna ásamt frekari upplýsingum
https://www.youtube.com/watch?v=T4NSAgVdZt0&feature=em-share_video_user