Jónssynir semja Þjóðhátíðarlagið 2018

Bræðurnir Friðrik Dór Jónsson og Jón Jónsson munu semja Þjóðhátíðarlagið 2018. 
Þeir bræður ættu að vera öllum landsmönnum vel kunnugir en þeir hafa átt hvern slagaran á fætur öðrum síðastliðin ár.
 
Jón Jónsson hefur áður samið Þjóðhátíðarlagið en það gerði hann árið 2014 með laginu Ljúft að vera til. Friðrik Dór var einn af flytjendum lagsins Ástin á sér stað sem kom út árið 2016.
 
 
 
Deila á facebook