Skráning í söngvakeppni barna á Þjóðhátíð 2018

 
 
 

Skráning barna í söngvakeppni á Þjóðhátíð 2018 er opin til kl. 22:00 miðvikudaginn 25. júlí 2018 eða þar til að hámarksfjölda þátttakenda er náð.

 

Skráð er í tvo aldursflokka. Í yngri flokknum eru börn fædd árið 2010 eða yngri og í eldri flokki eru börn fædd 2005 - 2009. Skráning er á rafrænu formi þetta árið og þarf að hafa Google reikning til að fara í gegn um skráninguna. Ef skráningaraðili hefur ekki slíkan aðgang er auðvelt að nálgast hann í gegnum google.com eða gmail.com svo dæmi séu tekin.

 

Skila þarf almennum upplýsingum um þátttakendur og forráðamenn ásamt hljóðskrá (mp3, wma, wav o.s.frv) eða tengli af Youtube, Spotify eða álíka miðli. 

 

 

Skráning fyrir börn fædd 2010 og síðar (setja tengil)

https://goo.gl/forms/1G0S5d3eiNswvWFE3 

 

 

Skráning fyrir börn fædd 2005 - 2009 (setja tengil)

https://goo.gl/forms/I1i0ukHxNaoVAM432 

Deila á facebook