Aukaferðir með leið 52 milli Reykjavíkur og Landeyjarhafnar
Leið 52, sem gengur milli Reykjavíkur og Landeyjarhafnar, mun aka 21 aukaferð vegna Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum dagana 2-6.ágúst. Allar aukaferðirnar eru skipulagðar með áætlun Herjólfs að leiðarljósi.
Fargjaldið milli Reykjavíkur og Landeyjarhafnar er 4.600 krónur eða 10 strætómiðar.