JóiPxKróli // SZK // Lukku Láki, ÁMS og GRL PWR í Herjólfsdal 2019

 

Á Móti Sól þarf ekki að kynna fyrir nokkrum Íslending en í ár eru 20 ár síðan Magni “okkar” tók upp hljóðnemann með hljómsveitinni í fyrsta skipti. Að auki verður þetta í 10 skipti sem hljómsveitin kemur fram á Þjóðhátíð í Eyjum. Sveitaballastemning eins og hún gerist best.

 

GRL PWR áttu upphaflega bara að koma fram einu sinni á Húrra á Kryddpíu-heiðurstónleikum (Spice Girls Tribute) en þeir tónleikar þóttu einfaldlega of vel heppnaðir til að láta þar staðar numið.Er ekki komin tími á að heiðra þessi krafta krydd sem voru svo stór hluti af æsku okkar? Hvort sem þú ert eldresst Scary eða Posh með kalt hjarta þá eru þetta tónleikar sem þú vilt ekki missa af. VIVA FOREVER!

 

JóiPxKróli og SZK gerðu allt vitlaust í dalnum á síðasta ári og er stefnan sett enn hærra þetta árið þar sem þeir ætla að sameina krafta sína í Herjólfsdal ásamt nýstyrninu Lukku Láka. Hægri krókur lengst upp í átt að tunglinu!

Deila á facebook