Aldamótatónleikarnir á Þjóðhátíð 2019

 

Við bjóðum velkomna til leiks Aldamótatónleikana sem gerðu allt vitlaust í Háskólabíó í vor. Svo vel tókst til að þeir munu endurtaka leikinn 18. oktober og hafa þegar þurft að blása til auka- og aukaaukatónleika. Í millitíðinni munu þessir vinsælustu tónlistarmenn aldamótanna og forsprakkar sveitaballatónlistarinnar, þeir Magni, Hreimur, Gunni Óla, Einar Ágúst, Beggi í Sóldögg og Valur í Buttercup trylla lýðinn í Herjólfsdal. Þeir koma fram ásamt einhverjum færustu hljóðfæraleikurum landsins undir stjórn Vigga úr Írafári.

 

 

Deila á facebook