Tjarnarsvið 2019: Brimnes og Bandmenn

Hljómsveitirnar Brimnes og Bandmenn munu halda uppi fjörinu á Tjarnarsviðinu frá miðnætti fram eftir nóttu á Þjóðhátíð 2019

 

Eyjahljómsveitin Brimnes verður að vanda á Tjarnarsviðinu í ár. Þar hafa þeir verið fastagestir undanfarin ár og hafa fáar hljómsveitir komið oftar fram á Þjóðhátíð en fimmmenningarnir í Brimnes. Á prógramminu er hreinræktuð íslensk sveitaballatónlist í bland við erlenda slagara. Sveitaböllin gerast ekki betri.

 

Í ár njóta þeir liðssinnis Bandmanna sem hafa spilað út um víðan völl síðastliðin fjögur ár. Böllin einkennast af stemningu, gleði og óvæntum uppákomum ásamt vönduðum flutningi vinsælustu laga undanfarinna áratuga. Það verður enginn svikinn af þessari frumraun sveitarinnar í Eyjum. 
Bandmenn mæta með tryllta stemningu á Tjarnarsviðið í ár.

Deila á facebook