Séra Bjössi, Ingi Bauer og KillerQueen

22 Dagar í Veisluna, þessu mátt þú ekki missa af

 

Nýjustu listamennirnir sem bætast í dagskrá Þjóðhátíðar eru nýstirnin í HipHop Glaðmetal-diskósveitinni Séra Bjössa en þeir hyggjast bösta grimmar rímur í Herjólfsdal aðfaranótt laugardags.

Þegar birtir undir morgun ætlar svo einn færasti lagasmiður og plötusnúður landsins, DJ Ingi Bauer að þeyta skífum

Laugardagskvöld Munu svo Magni "Okkar" Ágeirsson og félagar í Queen coversveit Íslands KillerQueen færa okkur alla helstu slagara meistara Mercury. Já það eru ekki margir sem hafa sömu reynslu og Magni í Dalnum og með einvala lið hljóðfæraleikara á bakvið sig getur þetta ekki klikkað!

Deila á facebook