Sala miða í Herjólf III hefst í dag á dalurinn.is

 

Ákveðið hefur verið að setja eldri Herjólf í rekstur yfir Þjóðhátíðina. Ferjan mun sigla eina ferð til Eyja á föstudaginn kl. 13:00 og eina ferð frá Eyjum á mánudaginn kl. 13:30. Hægt verður að kaupa miða í ferjuna í gegnum dalurinn.is samhliða miðum í Dalinn.

Miðar í þessa ferð fara i sölu hjá okkur um kl. 8:30 í dag. Ekki verður hægt að breyta ferjumiðum i nýja Herjólf nema gegn gjaldi en allar upplýsingar er hægt að fá hjá okkur með því að senda okkur póst á [email protected], ef þið sendið okkur fyrirspurn ekki gleyma þá að senda okkur bókunarnúmer á pöntun ef þið eigið bókun hjá okkur. 

Við viljum nota þetta tækifæri og þakka Herjólfi ohf fyrir mikið og gott samstarf því við vitum að mikið álag hefur verið á félaginu og starfsmönnum þess undanfarnar vikur, þau eru með þessu að mæta þörf samfélagsins fyrir auknar samgöngur en allt er orðið fullt hjá okkur til Eyja föstudaginn 2. ágúst og frá Eyjum mánudaginn 5. ágúst en það eru þeir dagar sem gestir Þjóðhátíðar vilja helst ferðast á.

 

Deila á facebook