Minnispunktar fyrir Þjóðhátíð 2019
- Það flýtir fyrir allri afgreiðslu að koma með miðann útprentaða bæði í afgreiðslu Herjólfs og í Herjólfsdal
- Það þarf ekki að nafnabreyta miðum
- Finnir þú ekki miðann þinn er hann undir “Mitt svæði” á dalurinn.is en einnig gæti hann hafa lent í ruslpóstinum/auglýsingar/promotion.
- Fyrir öll vörukaup á dalurinn.is gildir eitt og sama strikamerkið fyrir ferðirnar þínar í ferjuna og fyrir armbandið þitt í Dalinn.
- Frá hádegi á fimmtudag fram á föstudagskvöld verður einnig hægt að fá armböndin sín á Herjólfsbryggjunni.
- Við hvetjum fólk til þess að nýta sér ferðir Strætó til og frá Landeyjahöfn því að lítið er af bílastæðum í Landeyjahöfn. Þá er hægt að njóta ferðarinnar og fá akstur alveg upp að afgreiðsluhúsinu.
- Gott er að taka með sér: Hlý föt, gönguskó, sólgleraugu, regnföt, sundföt og góða skapið.
- Á Þjóðhátíð í Eyjum er hvorki kynferðis ofbeldi né annað ofbeldi liðið.
- Sá sem verður uppvís af því að brjóta af sér á hátíðarsvæðinu verður umsvifalaust vikið af svæðinu og armbandið gert upptækt.
- Farþegar Herjólfs eru hvattir til að leggja tímanlega af stað til Landeyjahafnar og gefa sér góðan tíma í akstur. Gott er að fara úr borginni 5 tímum fyrir brottför.
- Allir brottfararmiðar verða skannaðir inn og mikilvægt að passa vel upp á miðana.
- Á föstudegi og mánudegi er mikill álagstími og hvetjum við fólk til að bíða rólegt þar til þeirra ferð nálgast.
- Við minnum að lokum alla þá sem eru á ferðinni á að spenna beltin og eftir einn ei aki neinn
- Mistök urðu þegar sala á miðum í Herjólf III fór fram að vitlaus tímasetning var gefinn upp. Herjólfur III fer klukkan 13.30 mánudaginn 5. janúar. Vitlaus tímasetning er á miðanum og breytir það ekki máli.