Ferðirnar fara í sölu þriðjudaginn 6. júlí kl. 9:00
Forsalan á Þjóðhátíð í Eyjum gengur gríðarlega vel og nú hefur Þjóðhátíðarnefnd brugðist við gríðarlegri eftirspurn með því að setja ferðir með Gamla Herjólfi í sölu en hann mun sigla föstudag og mánudag á hátíðina í ár - í það minnsta tvær ferðir á föstudegi og þrjár á mánudegi - miðar í þessar ferðir fara í sölu á dalurinn.is þriðjudaginn 6. júlí kl. 9:00. Gott fyrir áhugasama að vera klára á slaginu því síðast hrundi miðasölukerfið!