Ingó stýrir Brekkusöngnum

Streymt heim í stofu í samstarfi við Senu live

 

Ingó mun stýra Brekkusöngnum í ár en hann hefur stýrt einstakri stemningu í Herjólfsdal frá árinu 2013 og mega Þjóðhátíðargestir því leyfa sér að hlakka extra mikið til. Einnig stígur hann á svið á laugardagskvöldinu þar sem hann ásamt hljómsveit sinni flytur Takk fyrir mig, hið gríðarlega vinsæla Þjóðhátíðarlaga, því ekki gafst tækifæri til þess í fyrra.

Boðið verður upp á lifandi streymi í samvinnu við Senu live frá Brekkusöngnum í fyrsta skipti og geta landsmenn því upplifað Brekkusönginn heima í stofu í gegnum netið eða myndlykla Vodafone og símans: https://senalive.is/vidburdir/brekkusongur/

 

Deila á facebook