Allar götur síðan stjórnvöld gáfu út áætlanir um afléttingar allra innanlandstakmarkana hefur ÍBV-íþróttafélag unnið að því hörðum höndum að halda Þjóðhátíð og er sú vinna á lokametrunum enda Þjóðhátíð fyrirhuguð um næstu helgi.
Þjóðhátíð er gríðarlega mikilvæg fjáröflun fyrir barna- og unglingastarf ÍBV og er ein ástæða þess að félagið getur haldið úti jafn öflugu starfi í litlu samfélagi og raun ber vitni. Það er okkar trú að hægt verði að halda hátíðina í einhverri mynd síðar í sumar. Ákvörðun um það mun liggja fyrir í síðasta lagi 14. ágúst.
Vinna við endurgreiðslukerfi er í fullum gangi og verður vel kynnt þegar endurgreiðslur munu hefjast í upphafi ágústmánaðar. Fólk stendur frammi fyrir þremur kostum; a) Að fá miðann endurgreiddan, b) að styrkja ÍBV um andvirði miðans, og c) að flytja miðann yfir á Þjóðhátíð 2022.
Þeir viðskiptavinir sem eiga bókaða herjólfsmiða í gegnum dalurinn.is og hafa áhuga á að ferðast til og frá Eyjum um Verslunarmananhelgina eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu Herjólfs til þess að gera nýja bókun. Endurgreiðslur á herjólfsmiðum sem keyptir voru á dalurinn.is munu fylgja beiðnum um endurgreiðslu á þjóðhátíðarmiðanum.
Það gleður okkur að tilkynna að öll dagskrá sunnudagskvöldsins mun fara fram sem streymisviðburður sunnudaginn 1. ágúst. Hljómsveitin Albatross mun stjórna skemmtuninni ásamt einvalaliði söngvara áður en Magnús Kjartan Eyjólfsson stýrir svo hinum eina sanna Brekkusöng sem allir geta tekið þátt í hvar sem þeir eru í heiminum. Miðasala er hafin á tix.is.
F.h. Þjóðhátíðarnefndar ÍBV
Hörður Orri Grettisson