Klara Elias með þjóðhátíðarlagið 2022

 

Höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlags Vestmannaeyja árið 2022 er Klara Elias. Lagið heitir "Eyjanótt" en lagið samdi hún með Ölmu Guðmundsdóttur og James Wong sá um upptökustjórn ásamt Klöru.

 

Lagið kemur inn á Spotify og verður frumflutt á útvarpsstöðvum landsins þriðjudaginn 7. júní nk.

 

Hér fyrir neðan má lesa yfir texta lagsins fyrir þá sem vilja byrja að leggja það á minnið fyrir hátíðina:

 

Ég man

Hvernig það var

Að dansa alla nótt

inn í Herjólfsdal

 

Sé þig

Í ljósunum

Með "Lífið er yndislegt"

á heilanum

 

Þú og þessi eyja

ég er loksins heima

Sumar nætur aldrei deyja

 

Ef þetta er síðasta nóttin sem við eigum hér

Þá er mér sama svo lengi, sem ég er með þér

Og þó að sumarið líði alltof fljótt

Þá lifir að eilífu þessi eina nótt

 

Í brekkunni

Ég leita að þér

Því það lifir í glæðum 

sem kviknuðu hér

 

Á morgun er 

óskrifað blað

Svo að látum sem heimurinn

standi í stað

 

Þú og þessi eyja

ég mun aldrei gleyma

Sumar nætur aldrei deyja

 

Ef þetta er síðasta nóttin sem við eigum hér

Þá er mér sama svo lengi, sem ég er með þér

Og þó að sumarið líði alltof fljótt

Þá lifir að eilífu þessi eina nótt

 

Nanananana x2

 

Og þó að sumarið líði alltof fljótt

Þá lifir að eilífu þessi Eyjanótt x2

Deila á facebook